Skip to main content

Veikindaleyfi

Tilkynning til skjólstæðinga Ólafs S. Björnssonar, núverandi og þeirra sem eru á biðlista.

Ólafur  þurfti sl. sumar að byrja á ný í meðferð vegna sjúkdóms sem hann hefur átt við að stríða sl 6 ár. Því miður hafa veikindin  haft neikvæð áhrif á starfsgetu hans sl. ár og komið niður á biðlista okkar hjá Heilsuleiðum, sem hefur lengst talsvert.

Nú um áramót fer hann  í þyngri meðferð og lætur tímabundið af störfum vegna þess.

Gert er ráð fyrir að hann verði í veikindaleyfi vegna meðferðar og endurhæfingar u.þ.b. hálft árið 2024 og snúi til baka síðsumars 2024.

  • Sími: 571 1917
  • lonneke(at)heilsuleidir.is
  • GSM: 699 1917
  • olafur(at)heilsuleidir.is
  • GSM: 867 3232

Sjúkraþjálfari óskast til starfa hjá Heilsuleiðum ehf.

19 January 2024

Sjúkraþjálfari óskast til starfa hjá Heilsuleiðum ehf. á Egilsstöðum sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Heilsuleiðir ehf. er vaxandi fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem leitar að aðila sem vill taka þátt í spennandi uppbyggingu fyrirtækisins til framtíðar.
Starfið felst í þjálfun og meðferð einstaklinga ásamt hópþjálfun í tækjasal.

Heilsuleiðir er með þrjú meðferðarherbergi, góðan æfingasal og sér sal fyrir börn ásamt aðstöðu fyrir nýjar leiðir í þjálfun og heilbrigðisþjónustu. Mjög góð aðstaða, föst sanngjörn mánaðarleiga.

Ef þig langar til að vinna út á landi er Egilsstaðir kjörinn staður. Þar er fallegt umhverfi með fjölbreytta möguleika til útivistar og fjölbreytt menningarlíf. Stutt er í alla þjónustu og aðeins klukkustundar flug til Reykjavíkur.
Mögulegt er að útvega húsnæði ef þessi er óskað.

Umsókn sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. nánari upplýsingar veitir Lonneke van Gastel í sima 699-1917, 571-1917.
www.heilsuleidir.is

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Endurbætt aðstaða

20 June 2022

Ýmsar framkvæmdir hafa verið í gangi hjá Heilsuleiðum á síðustu vikum. Núna er kominn sér tækja- og æfingasalur fyrir fullorðna og sérstakur salur fyrir börn. Í tækjasalnum eru ýmis tæki til að auka þol og kraft og meiri möguleikar á hópþjálfun en einnig einstaklingsþjálfun eftir þörfum. Salurinn fyrir börnin hefur verið endurbættur með þarfir barna í huga og einnig eru komin mörg ný og skemmtileg leikföng til að örva skynjun og hreyfiþroska.

Meðferðarherbergin eru orðin 3 og góð aðstaða í þeim öllum.